Erlent

Sex manna fjölskylda talin bera ábyrgð á árásum í Indónesíu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Fjórtán létust í árásunum sem framdar voru í Surabaya, næst stærstu borg Indónesíu.
Fjórtán létust í árásunum sem framdar voru í Surabaya, næst stærstu borg Indónesíu. Vísir/AFP

Meðlimir einnar fjölskyldu eru talin bera ábyrgð á þremur sjálfsmorðssprengingum í borginni Surabaya í Indónesíu. BBC greinir frá.

Í það minnsta þrettán eru látnir eftir árásirnar sem framdar voru í þremur kirkjum í borginni snemma í morgun á staðartíma.

Móðir sprengdi sig og tvær dætur sínar í loft upp í einni kirkjunni á meðan fjölskyldufaðirinn og tveir synir þeirra frömdu árásirnar í hinum kirkjunum. Stúlkurnar tvær voru níu og tólf ára og synir hjónanna voru sextán og átján ára. Synirnir eru sagðir hafa keyrt bifhjólum inn í kaþólsku kirkjuna Santa María og sprengt sprengjur sem þeir báru á sér. 

Samtökin sem kenna sig við íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum sem eru þær mannskæðustu í Indónesíu frá árinu 2005.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.