Erlent

Ellefu látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Indónesíu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Sjálfsmorðsárásirnar voru framdar í þremur kirkjum í borginni Surabaya.
Sjálfsmorðsárásirnar voru framdar í þremur kirkjum í borginni Surabaya. Vísir/AFP

Ellefu eru látnir og 41 særðir eftir sprengjuárásir í borginni Surabaya í Indónesíu. Grunur leikur á að þrír árásarmenn hafi sprengt sig í loft upp í þremur kirkjum í borginni í morgun. Surabaya er næst stærsta borg Indónesíu og eru íbúar hennar tæplega 3,5 milljónir.

Mannskæðasta árásin var í kaþólsku kirkjunni Santa María þar sem fjórir létust. Í hinum tveimur kirkjunum þar sem sprengingarnar urðu létust tveir í hvorri kirkju. Fyrsta sprengjan sprakk klukkan hálf átta í morgun að staðartíma og hinar tvær nokkrum mínútum síðar.

Samkvæmt þarlendum yfirvöldum leikur grunur á að samtökin Jemaah Ansharut Daulah, sem eiga rætur sínar að rekja til íslamska ríkisins, hafi framið árásirnar.

Retno Marsudi, utanríkisráðherra Indónesíu, fordæmdi árásina á Twitter og vottaði aðstandendum hinna látnu samúð sína.Árásin er sú mannskæðasta frá því árið 2005 þegar þrjár sjálfsmorðsárásir voru framdar á eyjunni Bali. Tuttugu létu lífið í árásinni.

Tæplega 90 prósent Indónesa eru múslimar en þó eru fjölmargir íbúar landsins kristnir, hindúar og búddistar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.