Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2018 11:33 Palestínmenn halda á samlanda sínum sem særðist í mótmælunum í dag við skot Ísraelshers. vísir/ap Ísraelsher hefur skotið til bana að minnsta kosti 41 Palestínumann og sært 1800 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem.Guardian fjallar um málið og hefur tölur sínar eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu. Í fréttinni segir að tugir þúsunda mótmælenda hafi tekið sér stöðu á Gaza þrátt fyrir varnaðarorð Ísraelshers um að Palestínumenn væru að hætta lífi sínu með mótmælum þar í dag. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um þá ákvörðun sína í desember síðastliðnum að opna bandarískt sendiráð í Jerúsalem hafa Palestínumenn mótmælt ítrekað á Gaza. Hefur verið mótmælt nánast daglega frá því þann 30. mars en Palestínumenn mótmæla ekki aðeins opnun sendiráðsins heldur ofbeldi og landtöku Ísarelsmanna. Talið er að Ísraelsher hafi myrt tugi mótmælenda auk þess sem um 1700 hafa særst það sem af er ári í mótmælum á Gaza.Palestínumenn brenna hér dekk í mótmælaaðgerðum sínum í dag.vísir/apDreifðu bæklingum með varnaðarorðum til mótmælenda „Til mótmælenda, þið eruð að taka þátt í ofbeldisfullum mótmælum sem stefna lífi ykkar í hættu. Bjargið sjálfum ykkur og setjið í forgang að byggja upp framtíð ykkar,“ sagði í bæklingum sem Ísraelsher dreifði úr flugvélum á Gaza-svæðið. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn svæðisins, hafa sagt að þau muni ekki stoppa mótmælendur sem muni reyna að komast í gegnum öryggisgirðingu sem myndar landamæri Gaza og Ísraels. Samtökin, sem þrisvar sinnum hafa átt í stríði við Ísrael, segjast styðja friðsamlega hugmyndafræði leiðtoga mótmælandanna en Ísraelar segja mótmælendurna hryðjuverkamenn runna undan rifjum Hamas.Sjúkraflutningamenn flytja hér ungan mann sem slasaðist í mótmælunum í dag.vísir/apTvöfalda herlið sitt Herinn gaf það út að í dag myndi hann tvöfalda herlið sitt sem umkringir Gaza og á hinum hernumda Vesturbakka. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísraels, sagði í útvarpsviðtali að hver sá sem myndi nálgast öryggisgirðinguna yrði álitinn hryðjuverkamaður. Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins lýsti mótmælendum sem grimmilegum mótmælendum, en að því er fram kemur í frétt Guardian hefur enginn Ísraelsmaður fallið síðan mótmælin hófust þann 30. mars síðastliðinn.Bandaríska sendiráðið í Jerúsalem opnar í dag en ákvörðun Trump um að hafa sendiráð í borginni er afar umdeild.vísir/apBáðar þjóðir gera tilkall til borgarinnar Um 800 manns munu vera viðstaddir opnun sendiráðsins sem verður klukkan 16 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Á meðal þeirra sem verða við opnunina er dóttir Trump forseta, Ivanka Trump. Ákvörðun Trump um að opna sendiráð í Jerúsalem er afar umdeild. Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því ver að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Þá segja Ísraelar að Jerúsalem sé þeirra höfuðborg.Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með nýjum tölum um hversu margir hafa látist í mótmælunum. Þá var orðalagi fréttarinnar sem og fyrirsögn einnig breytt þar sem fyrra orðalag var ekki nákvæmt. Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ísraelsher hefur skotið til bana að minnsta kosti 41 Palestínumann og sært 1800 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem.Guardian fjallar um málið og hefur tölur sínar eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu. Í fréttinni segir að tugir þúsunda mótmælenda hafi tekið sér stöðu á Gaza þrátt fyrir varnaðarorð Ísraelshers um að Palestínumenn væru að hætta lífi sínu með mótmælum þar í dag. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um þá ákvörðun sína í desember síðastliðnum að opna bandarískt sendiráð í Jerúsalem hafa Palestínumenn mótmælt ítrekað á Gaza. Hefur verið mótmælt nánast daglega frá því þann 30. mars en Palestínumenn mótmæla ekki aðeins opnun sendiráðsins heldur ofbeldi og landtöku Ísarelsmanna. Talið er að Ísraelsher hafi myrt tugi mótmælenda auk þess sem um 1700 hafa særst það sem af er ári í mótmælum á Gaza.Palestínumenn brenna hér dekk í mótmælaaðgerðum sínum í dag.vísir/apDreifðu bæklingum með varnaðarorðum til mótmælenda „Til mótmælenda, þið eruð að taka þátt í ofbeldisfullum mótmælum sem stefna lífi ykkar í hættu. Bjargið sjálfum ykkur og setjið í forgang að byggja upp framtíð ykkar,“ sagði í bæklingum sem Ísraelsher dreifði úr flugvélum á Gaza-svæðið. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn svæðisins, hafa sagt að þau muni ekki stoppa mótmælendur sem muni reyna að komast í gegnum öryggisgirðingu sem myndar landamæri Gaza og Ísraels. Samtökin, sem þrisvar sinnum hafa átt í stríði við Ísrael, segjast styðja friðsamlega hugmyndafræði leiðtoga mótmælandanna en Ísraelar segja mótmælendurna hryðjuverkamenn runna undan rifjum Hamas.Sjúkraflutningamenn flytja hér ungan mann sem slasaðist í mótmælunum í dag.vísir/apTvöfalda herlið sitt Herinn gaf það út að í dag myndi hann tvöfalda herlið sitt sem umkringir Gaza og á hinum hernumda Vesturbakka. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísraels, sagði í útvarpsviðtali að hver sá sem myndi nálgast öryggisgirðinguna yrði álitinn hryðjuverkamaður. Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins lýsti mótmælendum sem grimmilegum mótmælendum, en að því er fram kemur í frétt Guardian hefur enginn Ísraelsmaður fallið síðan mótmælin hófust þann 30. mars síðastliðinn.Bandaríska sendiráðið í Jerúsalem opnar í dag en ákvörðun Trump um að hafa sendiráð í borginni er afar umdeild.vísir/apBáðar þjóðir gera tilkall til borgarinnar Um 800 manns munu vera viðstaddir opnun sendiráðsins sem verður klukkan 16 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Á meðal þeirra sem verða við opnunina er dóttir Trump forseta, Ivanka Trump. Ákvörðun Trump um að opna sendiráð í Jerúsalem er afar umdeild. Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því ver að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Þá segja Ísraelar að Jerúsalem sé þeirra höfuðborg.Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með nýjum tölum um hversu margir hafa látist í mótmælunum. Þá var orðalagi fréttarinnar sem og fyrirsögn einnig breytt þar sem fyrra orðalag var ekki nákvæmt.
Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17
Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18
Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55