Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 13:22 Gagnrýnendur Trump-stjórnarinnar saka hana um að sitja á mikilvægum rannsóknarniðurstöðum af pólitískum ástæðum. Vísir/AFP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“