Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 13:22 Gagnrýnendur Trump-stjórnarinnar saka hana um að sitja á mikilvægum rannsóknarniðurstöðum af pólitískum ástæðum. Vísir/AFP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46