Erlent

Afkastamesta embættismanni Trump kastað út

Samúel Karl Ólason skrifar
Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.
Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var kastað úr íbúð sinni í Washington DC. Vera hans í íbúðinni, sem var í eigu eiginkonu málafylgjumanns sem ver hagsmuni fjölda orkufyrirtækja sem eru háð eftirliti Umhverfisstofnunarinnar, var verulega umdeild þar sem Pruitt naut sérkjara þar sem hann greiddi ekki aðeins langt undir markaðsleigu heldur fékk hann að greiða aðeins fyrir þær nætur sem hann dvaldi í íbúðinni.

Nú berast fregnir af því að hjónin hafi skipt um lás á íbúðinni til að losna við Pruitt. Hann hafi einungis átt að búa þar til skamms tíma en þeim hafi reynt ómögulegt að losna við hann. Hann fékk þó nokkrum sinnum til að framlengja leigusamning hans og svo þegar þau vildu ekki framlengja aftur yfirgaf hann ekki íbúðina.

Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sem þekkja til málsins.



Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vikið tveimur af sínum hæst settu embættismönnum úr störfum á undanförnum vikum og hefur nú verulega hitnað undir Pruitt í kjölfar fjölda hneykslismála sem snúa meðal annars að mikilli eyðslu og hagsmunaárekstrum.



Sjá einnig: Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump



Fyrr í vikunni bárust fregnir af því að minnst fimm starfsmönnum Umhverfisstofnunarinnar hefði verið vikið úr starfi eða þeir færðir til eftir að þeir lýstu yfir áhyggjum vegna eyðslu Pruitt.

John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú sagður hvetja Trump til þess víkja Pruitt úr starfi. Trump hefur þó lýst því yfir að hann sé ánægður með störf Pruitt sem yfirmanns Umhverfisstofnunarinnar og benti hann sérstaklega á í gær hvað fólk á kolaframleiðslusvæðum og í orkugeiranum væri ánægt með störf hans.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×