Cambridge Analytica hættir starfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 19:14 Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Vísir/AFP Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að í kjölfar ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar hafi viðskiptavinir og birgjar fyrirtækisins slitið viðskiptum sínum við fyrirtækið og fregnir erlendis frá segja kostnaðarsamar lögsóknir hafa komið verulega niður á rekstri þess. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri og ráðgjafi Donald Trump, var um tíma varaforseti fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti umræddar upplýsingar með óheimilum hætti af utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann ætlaði að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú. Forstjóra fyrirtækisins, Alexander Nix, var sagt upp í kjölfar umfjöllunar Channel 4 í Bretlandi þar sem hann náðist á myndband segja Cambridge Analytica beita sér í kosningum um allan heim. Þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum.Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Fjölmiðlar eru sagðir hafa flutt rangar fregnir af fyrirtækinu og gert það að blóraböggli.Þá segir einnig að innri ransnókn hafi sýnt fram á að ásakanirnar gegn Cambridge Analytica hafi ekki verið sannleikanum samkvæmar. Donald Trump Tengdar fréttir Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36 Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að í kjölfar ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar hafi viðskiptavinir og birgjar fyrirtækisins slitið viðskiptum sínum við fyrirtækið og fregnir erlendis frá segja kostnaðarsamar lögsóknir hafa komið verulega niður á rekstri þess. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri og ráðgjafi Donald Trump, var um tíma varaforseti fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti umræddar upplýsingar með óheimilum hætti af utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann ætlaði að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú. Forstjóra fyrirtækisins, Alexander Nix, var sagt upp í kjölfar umfjöllunar Channel 4 í Bretlandi þar sem hann náðist á myndband segja Cambridge Analytica beita sér í kosningum um allan heim. Þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum.Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Fjölmiðlar eru sagðir hafa flutt rangar fregnir af fyrirtækinu og gert það að blóraböggli.Þá segir einnig að innri ransnókn hafi sýnt fram á að ásakanirnar gegn Cambridge Analytica hafi ekki verið sannleikanum samkvæmar.
Donald Trump Tengdar fréttir Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36 Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19