Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2018 10:00 Rudy Giuliani fór um víðan völl í viðtalinu við Sean Hannity. Skjáskot Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira