Erlent

Bill Cosby dæmdur sekur um nauðgun

Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004.
Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004. Vísir/Getty

Grínistinn Bill Cosby hefur verið dæmdur sekur um nauðgun. Leikarinn hefur verið fyrir dómstólum fyrir að byrla fyrrverandi körfuboltakonunni Andreu Constand ólyfjan árið 2004 og að nauðga henni.



Hann hefur neitað öllum ásökunum en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann sé sekur um nauðgun og Cosby, sem er áttræður, gæti átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi. Constand er ekki eina konan sem hefur sakað Cosby um nauðgun en ásakanir á hendur honum ná allt aftur á sjötta áratuginn.



Cosby sneri aftur í réttarsal fyrr í þessum mánuði, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. Við réttarhöldin reyndu lögmenn Cosbys að draga í efa trúverðugleika Constand. Fimm konur báru vitni gegn Cosby við réttarhöldin en saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem viti. 



Þetta er fyrsta stóra málið sem fer fyrir rétt í Bandaríkjunum þar sem þekktur einstaklingur er sóttur til saka síðan MeToo byltingin fór af stað stað síðasta haust.


Tengdar fréttir

Réttarhöldin yfir Cosby ómerkt

Dómarinn í máli gamanleikarans Bill Cosby hefur ómerkt réttarhöldin eftir að kviðdómur náði ekki að komast að niðurstöðu. Cosby er laus gegn tryggingu en saksóknari hefur gefið það út að málið verði tekið upp að nýju.

Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby

Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári.

Í fjögurra daga móki eftir kynni sín af Cosby

Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir að Cosby byrlaði henni ólyfjan árið 1984.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×