Erlent

Réttarhöldin yfir Cosby ómerkt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bill Cosby er laus gegn tryggingu sem sakir standa.
Bill Cosby er laus gegn tryggingu sem sakir standa. Vísir/Getty
Dómarinn í máli gamanleikarans Bill Cosby hefur ómerkt réttarhöldin eftir að kviðdómur náði ekki að komast að niðurstöðu. Cosby er laus gegn tryggingu en saksóknari hefur gefið það út að málið verði tekið upp að nýju.

Kviðdómurinn samanstendur af fimm konum og sjö körlum. Þau hafa ekki komið sér saman um sekt eða sakleysi Cosby eins og fram kemur á vef BBC. Málið hefur víða vakið mikla athygli og grannt er fylgst með réttarhöldunum.

Cosby, sem er sjötíu og níu ára að aldri, er gefið að sök að brotið kynferðislega á Andreu Constand og byrlað henni ólyfjan árið 2004. Lögmenn gamanleikarans byggja vörn hans á því að um hafi verið að ræða samræði með samþykki.

Fjölmargar konur hafa stigið fram og borið Bill Cosby sökum. Þær segja að hann hafi brotið kynferðislega á sér en fyrir sakir fyrningarlaga var mál Constands það eina sem hægt var að reka fyrir dómstólum.

Cosby ávarpaði bæði fjölmiðla og mikinn fjölda fólks sem var samankominn fyrir utan dómshúsið á föstudaginn og sagði

„Ég vil óska öllum feðrum góðs feðradags og ég vil þakka hverjum og einum í kviðdómnum kærlega fyrir þeirra löngu vinnudaga.“

Bill CosbyVísir/Getty

Tengdar fréttir

Réttað yfir Bill Cosby í dag

Fyrsti dagur réttarhalda í máli grínistans Bill Cosby er í dag en hann er sakaður um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi.

Kviðdómendur Cosby sitja enn á rökstólum

Mikið álag hefur verið á kviðdómendum í kynferðisbrotamálinu gegn Bill Cosby. Þeir hafa ráðið ráðum sínum í yfir tuttugu tíma og hafa meðal annars fengið að hlusta aftur á lykilframburð í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×