Erlent

Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar
Bill Cosby kemur aftur fyrir rétt í dag.
Bill Cosby kemur aftur fyrir rétt í dag. Vísir/Getty

Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. Hann er ákærður fyrir að hafa byrlað og nauðgað Andreu Constand, kanadískum nuddara, árið 2004. Á hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur að því er fram kemur í frétt The Guardian.



Þetta er fyrsta stóra málið sem fer fyrir rétt í Bandaríkjunum þar sem þekktur einstaklingur er sóttur til saka síðan metoo-byltingin átti sér stað síðasta haust.



Þjarmað var að Constand þegar málið var síðast fyrir rétti. Reyndu lögmenn Cosbys að draga í efa trúverðugleika hennar.  Ýjað hefur verið að því í fjölmiðlunum erlendis að andrúmsloftið sem skapast hefur síðustu mánuði kunni að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins.



Málið gegn Cosby var látið niður falla síðasta sumar vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í málinu. Kviðdómurinn var skipaður sjö körlum og fimm konum en nýr kviðdómur hefur jafnt kynjahlutfall.


Tengdar fréttir

Réttarhöldin yfir Cosby ómerkt

Dómarinn í máli gamanleikarans Bill Cosby hefur ómerkt réttarhöldin eftir að kviðdómur náði ekki að komast að niðurstöðu. Cosby er laus gegn tryggingu en saksóknari hefur gefið það út að málið verði tekið upp að nýju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×