Biðjast afsökunar á að hafa sigað löggunni á svarta viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:51 Starbucks hefur sætt gagnrýni fyrir að mismuna viðskiptavinum eftir kynþætti í kjölfar uppákomunnar. Vísir/AFP Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna. Bandaríkin Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna.
Bandaríkin Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira