Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. apríl 2018 19:56 Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. vísir/afp Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega. Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að upplausnarástand myndi skapast í alþjóðakerfinu ef vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Frakkland og Bretland ráðast aftur á Sýrland. Pútín og Hassan Rouhani, forseti Írans, ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturlanda hefðu dregið úr líkum á því að ná fram diplómatíska lausn í átökunum í Sýrlandi sem hafa varið í rúmlega sjö ár. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. Um helgina gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland loftárásir á Sýrland til að reyna að koma í veg fyrir að stjórn Bashars al-Assad beitti efnavopnum á nýjan leik en Assad hefur verið sakaður um að hafa ráðist að íbúum Douma með efnavopnum. Í tilkynningu frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) í gær sagði að þrátt fyrir árásir vesturveldanna stæði til að rannsaka meinta efnavopnaárás. Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPGæti komið til frekari árásaLoftárásunum hefur verið mótmælt víða úti í heimi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari árásir að svo stöddu en til þess gæti þó komið ef Sýrlandsstjórn gerist sek um að beita aftur efnavopnum. Hernaðarandstæðingar komu meðal annars saman í Los Angeles og San Fransisco í dag og í Jórdaníu í gær til að mótmæla loftárásum ríkjanna þriggja í Sýrlandi í fyrrinótt.Keimlíkur málflutningur Pence og JohnsonLoftárásirnar voru gerðar á afmörkuð skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar en enginn er talinn hafa fallið í árásunum. Ákvörðun um að grípa til loftárása var tekin í framhaldi af efnavopnaárásum í Sýrlandi, nú síðast í borginni Douma, sem vestræn ríki segja þarlend yfirvöld bera ábyrgð á.Utanríkisráðherra Bretlands segir það liggja fyrir að Bretar auk bandamanna munu skoða hvaða kostir verða fyrir hendi ef sú staða kemur upp að Assad beitir efnavopnum á ný.Vísir/afp„Það liggja ekki fyrir neina tillögur í augnablikinu um frekari árásir því sem betur fer hefur stjórn Assads ekki verið svo vitlaus að gera aðra efnavopnaárás. Ef og þegar slík árás yrði gerð myndum við ásamt bandamönnum okkar að sjálfsögðu athuga hvaða kostir væru í boði,“ segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Í svipaðan streng tekur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.Varaforseti Bandaríkjanna var ómyrkur í máli þegar hann sagði að Bandaríkin myndu halda áfram árásum þangað til Assad hætti efnavopnaárásum.vísir/afp„Bandaríkin og bandamenn okkar munu halda áfram að samþætta öll tiltæk ráð sem við búum yfir á þessari stundu. Og eins og Trump forseti hefur tekið skýrt fram er landið okkar tilbúið að halda þessum viðbrögðum áfram þangað til sýrlenska stjórnin hættir að nota ólögleg efnavopn.“Stjórn Bashars al-Assad neitar sökSýrlandsstjórn hafnar þó ásökunum um að hafa beitt efnavopnum en rannsókn stendur yfir á meintum efnavopnaárásum. Það hefur verið gagnrýnt, einkum af hálfu stjórnarandstöðuþingmanna í ríkjunum þremur sem að loftárásunum stóðu, að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra hafa gagnrýnt árásirnar harðlega.
Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21