Erlent

Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, greiðir atkvæði á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag.
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, greiðir atkvæði á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag. Vísir/AFP
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun ekki fordæma loftárásir vesturveldanna þriggja á borgir í Sýrlandi en kosið var um ályktun Rússa þess efnis á neyðarfundi ráðsins í dag.

Rússar lögðu fram ályktunartillögu á fundi Öryggisráðsins um að Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásirnar. Tillagan var felld en þrjár þjóðir greiddu atkvæði með tillögu Rússa, átta þjóðir gegn tillögunni og fjórar sátu hjá.

Sjá einnig: Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum

Vassily Nebenzia, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, las yfirlýsingu frá Vladimir Pútín, forseta Rússlands, á fundinum. Í yfirlýsingunni kom fram að árásir vesturveldanna hefðu gert „hörmulegt ástand í Sýrlandi enn verra.“

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði árásirnar hins vegar réttlætanlegar og að viðbrögðin samræmdust því sem á undan hafi gengið.

Mynd/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna
Árásir voru gerðar á þrjú skotmörk í Sýrlandi, samkvæmt hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna. Skotmörkin má sjá hér að ofan en þau eru sögð tengjast efnavopnaframleiðslu ríkisstjórnar landsins og voru þau meðal annars valin með tilliti til þess að draga úr mannfalli almennra borgara.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.