Erlent

Réðst með penna að flugþjóni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vélin var á leið til höfuðborgar Kína, Peking, í gærmorgun.
Vélin var á leið til höfuðborgar Kína, Peking, í gærmorgun. Vísir/EPA

Karlmaður er nú í haldi kínversku lögreglunnar eftir að hafa ógnað flugþjóni Air China með penna í gærmorgun. Lögreglan segir að maðurinn, sem sagður er heita Xu, eigi við geðræn vandamál að stríða.

Flugvél Air Chine var á leið til Peking frá Changsha þegar maðurinn réðst að flugþjóninum. Var þá brugðið á það ráð að nauðlenda vélinni í Henan-fylki. Þó svo að enginn hafi slasast sýna myndir á samfélagsmiðlum að uppákoman var ógnvekjandi.

Á myndunum sést maðurinn hvernig maðurinn hefur kverkatak á flugþjóninum og notar pennann sinn til að ógna honum enn frekar.

Um klukkustund tók að rýma vélina eftir að henni hafði verið lent í Henan. Þar var maðurinn handtekinn og fluttur á næstu lögreglustöð. Málið er nú til rannsóknar en ekki er vitað hvort eða hvenær maðurinn losnar úr haldi lögreglunnar.

Í samtali við Morgunblaðið í Peking segir lögfræðingur þar í landi að maðurinn verði ekki talinn sakhæfur ef verjanda hans tekst að sanna að hann hafi verið að kljást við geðsjúkdóm þegar árásin átti sér stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.