Enski boltinn

Þeir sem spiluðu illa gegn WBA fá ekki séns gegn Spurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty

Þeir leikmenn sem stóðu sig ekki nógu vel í tapi Manchester United gegn West Bromwich Albion um helgina fá ekki að spila í undanúrslitum enska bikarsins. Þetta sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United.

Með tapinu varð Manchester City Englandsmeistari, jafntefli eða sigur United hefði þýtt að enn væri tölfræðilegur möguleiki á að ná City. United mætir Bournemouth annað kvöld í deildinni en spilar svo við Tottenham í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardag.

„Ég vel leikmenn bara eftir frammistöðum,“ sagði Mourinho. „Sumir þeirra sem spiluðu gegn West Brom eiga ekki sæti í liðinu í undanúrslitunum á Wembley.“

Þegar Mourinho var beðinn um að staðfesta að þeir sem stóðu sig ekki gegn WBA fengu ekki að spila gegn Tottenham sagði hann: „Já.“

„Hvernig velur maður lið sitt? Eftir frammistöðu. Eða á ég að fara að velja í liðið eftir verðmiðum, launum eða andlitsfegurð?“

Paul Pogba var einn af þeim sem var tekinn af velli á Old Trafford á sunnudag. Mourinho vildi þó ekki gefa það út að Frakkinn fengi ekki sæti í liðinu næstu helgi.

„Paul var tekinn út af því hann var á gulu spjaldi. Hann var ekki verri en sumir aðrir sem spiluðu 90 mínútur.“

„Leikurinn gegn Bournemouth verður tækifæri fyrir nokkra til að vinna sér inn sæti í liðinu gegn Spurs,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.