Manchester City eru Englandsmeistarar eftir tap Manchester United

Einar Sigurvinsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty

Manchester City eru enskir meistarar eftir sigur West Bromwich Albion á Manchester United í dag. Leikurinn fór fram á Old Trafford og lauk með 1-0 sigri gestanna. Tap United þýðir að ekkert lið á möguleika á að ná City að stigum þó Manchester liðin eigi bæði eftir að spila fimm leiki í deildinni.

Leikur Manchester United og West Bromwich Albion var heldur tíðindalítill framan af en það var ekki fyrr en um miðbik síðari hálfleiksins sem Jay Rodriguez skoraði eina marki leiksins. Boltinn barst til Rodriguez eftir að Nemanja Matic tókst ekki að hreinsa boltann eftir hornspyrnu WBA.

Fyrir leikinn í dag hafði WBA aðeins þrjár leiki í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði ekki unnið deildarleik síðan í lok janúar. WBA situr þó enn sem fastast í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig, níu stigum frá öruggu sæti.

Manchester United er í 2. sæti deildarinnar með 71 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.