Enski boltinn

Guardiola: Stutt í Mourinho en mjög langt í Sir Alex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Vísir/Getty

Pep Guardiola fagnaði í gær enska meistaratitlinum með Manchester City og hefur nú unnið 23 opinbera titla sem knattspyrnustjóri.

Guardiola er kominn ofarlega á topplistanum en hann skipar nú sjötta sætið yfir þá sigursælustu frá upphafi.

Guardiola vantar „aðeins“ tvo titla í viðbót til að jafna við Jose Mourinho en spænski stjórinn brúar það bil samt ekki á þessu tímabili.

Jose Mourinho gæti meira að segja gert Manchester United að enskum bikarmeisturum og aukið forskotið aftur í þrjá titla.

Guardiola á mjög langa leið fyrir höndum ætli hann að jafna við Sir Alex Ferguson. Ferguson vann á sínum tíma 49 titla sem stjóri í Skotlandi og á Englandi. Guardiola er því enn 26 titlum frá því að jafna hann.

Guardiola er 47 ára í dag og ætti því að fá fínasta tíma til að ná Sir Alex. Ferguson var 72 ára þegar hann hætti með lið Manchester United vorið 2013.

Þegar Sir Alex Ferguson var jafngamall og Guardiola er í dag þá var hann enn ekki búinn að vinna titil með Manchester United (1988). Fyrsti titill Sir Alex á Old Trafford kom í enska bikarnum tveimur árum síðar.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.