Guardiola er kominn ofarlega á topplistanum en hann skipar nú sjötta sætið yfir þá sigursælustu frá upphafi.
Guardiola vantar „aðeins“ tvo titla í viðbót til að jafna við Jose Mourinho en spænski stjórinn brúar það bil samt ekki á þessu tímabili.
Jose Mourinho gæti meira að segja gert Manchester United að enskum bikarmeisturum og aukið forskotið aftur í þrjá titla.
Guardiola á mjög langa leið fyrir höndum ætli hann að jafna við Sir Alex Ferguson. Ferguson vann á sínum tíma 49 titla sem stjóri í Skotlandi og á Englandi. Guardiola er því enn 26 titlum frá því að jafna hann.
Guardiola er 47 ára í dag og ætti því að fá fínasta tíma til að ná Sir Alex. Ferguson var 72 ára þegar hann hætti með lið Manchester United vorið 2013.
Þegar Sir Alex Ferguson var jafngamall og Guardiola er í dag þá var hann enn ekki búinn að vinna titil með Manchester United (1988). Fyrsti titill Sir Alex á Old Trafford kom í enska bikarnum tveimur árum síðar.
Entrenadores con
más títulos oficiales en la historia del fútbol europeo:
Alex Ferguson
Valery Lobanovsky
Jock Stein
Jose Mourinho y Ottmar Hitzfeld
PEP GUARDIOLA
— MisterChip
(Alexis) (@2010MisterChip) April 15, 2018