Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:08 Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð. Vísir/Getty Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02
Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49