Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 22:49 Trump ræddi um fyrirhugaðan fund með leiðtoga Norður-Kóreu þegar myndir voru teknar af honum og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sem er nú í tveggja daga heimsókn á setri Trump á Flórída. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði frá því í dag að beinar viðræður færu nú fram á milli „mjög háttsettra“ embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Viðræðurnar eru til undirbúnings fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og Kim Jong-un. Það var við myndatöku með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í Mar-a-Lago, setri Trump á Flórída, sem forsetinn viðurkenndi að viðræður á milli þjóðanna væru í gangi. Hann greindi þó ekki frá við hverjir viðmælendur bandarískra embættismanna fyrir hönd stjórnvalda í Pjongjang væru, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá sagði Trump að fimm mögulegir fundarstaðir væru til skoðunar en allir þeirra séu utan Bandaríkjanna. Fundurinn gæti farið fram seint í maí eða í byrjun júní. Hann útilokaði þó ekki að ekkert yrði af fundinum á endanum. „Það er mögulegt að hlutirnir fari ekki vel og að við munum ekki funda og að við höldum bara áfram á þessari mjög sterku braut sem við erum á,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Staðfesta vilja Norður-Kóreu til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Embættismenn frá Norður-Kóreu hafa staðfest það við embættismenn ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ríkið sé til í viðræður um mögulega afkjarnorkuvæðingu Kóreuskagans. 8. apríl 2018 20:37 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði frá því í dag að beinar viðræður færu nú fram á milli „mjög háttsettra“ embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Viðræðurnar eru til undirbúnings fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og Kim Jong-un. Það var við myndatöku með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í Mar-a-Lago, setri Trump á Flórída, sem forsetinn viðurkenndi að viðræður á milli þjóðanna væru í gangi. Hann greindi þó ekki frá við hverjir viðmælendur bandarískra embættismanna fyrir hönd stjórnvalda í Pjongjang væru, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá sagði Trump að fimm mögulegir fundarstaðir væru til skoðunar en allir þeirra séu utan Bandaríkjanna. Fundurinn gæti farið fram seint í maí eða í byrjun júní. Hann útilokaði þó ekki að ekkert yrði af fundinum á endanum. „Það er mögulegt að hlutirnir fari ekki vel og að við munum ekki funda og að við höldum bara áfram á þessari mjög sterku braut sem við erum á,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Staðfesta vilja Norður-Kóreu til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Embættismenn frá Norður-Kóreu hafa staðfest það við embættismenn ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ríkið sé til í viðræður um mögulega afkjarnorkuvæðingu Kóreuskagans. 8. apríl 2018 20:37 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Staðfesta vilja Norður-Kóreu til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Embættismenn frá Norður-Kóreu hafa staðfest það við embættismenn ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ríkið sé til í viðræður um mögulega afkjarnorkuvæðingu Kóreuskagans. 8. apríl 2018 20:37