Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Margrét Helga Erlingsdóttir, Samúel Karl Ólason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. apríl 2018 19:45 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Staðfest er að allavega þrír létust þegar maður ók inn í mannfjölda. Vísir/AFP Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira