Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Margrét Helga Erlingsdóttir, Samúel Karl Ólason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. apríl 2018 19:45 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Staðfest er að allavega þrír létust þegar maður ók inn í mannfjölda. Vísir/AFP Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira