Erlent

Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum.
Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. Vísir/afp
Í messu á Péturstorgi fordæmdi Frans páfi efnavopnaárás síðasta sólarhrings í Sýrlandi. Reuters greinir frá. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, er gefið að sök að hafa beitt efnavopnum í bænum Douma í Austur-Gúta í Sýrlandi. Assad hefur þvertekið fyrir þetta. 

Frans sagði að um væri að ræða beitingu vopna ætluðum til útrýmingar varnarlauss fólks. Slíkt væri óréttlætanlegt með öllu en hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafi fallið í árásunum síðasta sólarhring.

„Það er ekkert sem heitir gott eða vont stríð,“ sagði páfinn. Hann hvatti stjórnmálaleiðtoga til að sigla á önnur mið og taka í auknum mæli upp friðsamlegar samningaviðræður. Þær væru áhrifaríkasta leiðin til að koma á frið. Hin herskáa leið kallaði yfir okkur dauða og eyðileggingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×