Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 05:26 Reykur rís úr Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um helgina. Vísir/Getty Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn
Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15