Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2018 08:16 Assad-liðar nærri Douma. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15
Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26