Erlent

Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Sam Fuentes á sviði í gær.
Sam Fuentes á sviði í gær. Vísir/AFP
Sam Fuentes, ein af nemendum Parkland í Flórída, kastaði upp á sviði í Washington DC í Bandaríkjunum í dag. Það gerði hún í miðri ræðu á fundi þar sem nemendur og stuðningsmenn þeirra kröfðust hertrar skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum í gær.

Fuentes er ein þeirra sem varð fyrir skoti frá Nikolas Cruz, sem játað hefur að hafa myrt 17 manns í árás á skólann í síðasta mánuði.

Þegar hún hélt ræðu sína fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim tóku taugarnar völdin og hún ældi. Fuentes lét það þó ekki stöðva sig og fagnaði því að hafa ælt fyrir framan heiminn.

„Ég kastaði upp í alþjóðlegu sjónvarpi og það er stórkostlegt,“ sagði Fuentes og hélt ræðu sinni áfram.

Í lok ræðu sinnar bað Fuentes áhorfendur um að syngja afmælissönginn með sér vegna Nick Dworet, skólabróður hennar, sem dó í árásinni en hann hefði orðið 18 ára gamall í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×