Erlent

Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf

Þórdís Valsdóttir skrifar
March for Our Lives fer fram í Washington D.C. í dag. Búist er við miklum mannfjölda í göngunni sem hefur breyst í gríðarstóran útifund vegna þess fjölda sem saman er kominn.
March for Our Lives fer fram í Washington D.C. í dag. Búist er við miklum mannfjölda í göngunni sem hefur breyst í gríðarstóran útifund vegna þess fjölda sem saman er kominn. Vísir/AFP
Fjöldi fólks tekur nú þátt í kröfugöngu sem gengur undir heitinu March for Our Lives, eða „Göngum fyrir líf okkar“ sem fram fer í Washington-borg og hófst klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Með göngunni krefjast þátttakendur bættri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við hundruðum þúsunda þátttakenda.

Mótmælin eru þau stærstu sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna.Vísir/afp
Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda. Skotárásin er sú stærsta sem framin hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 2012.

Sjá meira: Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal

Cameron Kasky, einn nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, er meðal þeirra sem halda ræðu á fundinum.Vísir/afp
Tuttugu manns munu stíga í pontu á fundinum og eru þau öll undir átján ára aldri. Þá munu einnig dægurstjörnur á borð við Ariana Grande og Miley Cyrus munda míkrófóninn.

Nærri 200 hafa látist í skotárásum í skólum frá árinu 1999 þegar skotárás átti sér stað í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado-ríki. Þrettán létust í skotárásinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×