Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 05:37 Barn bólusett við barnaveiki um miðjan þennan mánuð. Yfir þúsund börn fengu sóttina í ágúst í fyrra. Vísir/EPA UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32