Carles Puigdemont mætti fyrir þýska dómstóla í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. mars 2018 21:15 Carles Puigdemont í lögreglubíl fyrr í dag. Þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Vísir/Getty Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins. Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins.
Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52
Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila