Erlent

Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Carles Puigdemont tók við sem forseti héraðsstjórnar Katalóníu í janúar 2016. Honum var vikið úr stóli í október síðastliðinn.
Carles Puigdemont tók við sem forseti héraðsstjórnar Katalóníu í janúar 2016. Honum var vikið úr stóli í október síðastliðinn. Vísir/AFP
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, var handtekinn af þýsku lögreglunni við landamæri Danmerkur í dag. AP fréttaveitan greinir frá þessu.

James Alonso-Cuevillas, lögmaður Puigdemont, staðfesti í samtali við AP að þýska lögreglan hafi handtekið hann í dag þegar hann var á leið frá Danmörku til Þýskalands. Þá segir hann að Puigdemont hafi verið á leið aftur til Belgíu en hann hefur hafst við í Brussel eftir að spænsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur honum í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska þingsins. Spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Puigdemont þegar hann var í Finnlandi fyrr í mánuðinum.

Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega.

Síðastliðið föstudagskvöld kom til óeirða í Katalóníu eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra.


Tengdar fréttir

Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu

Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi.

Puigdemont virtist játa ósigur

Puigdemont játaði því í gær að skilaboðin væru frá honum en sagði að þrátt fyrir það væri hann best til þess fallinn að leiða Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×