Carles Puigdemont mætti fyrir þýska dómstóla í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. mars 2018 21:15 Carles Puigdemont í lögreglubíl fyrr í dag. Þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Vísir/Getty Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins. Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins.
Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52
Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04