Gylfi Þór snýr upp á hnéð á sér eftir rúmlega 20 mínútna leik. Í kjölfarið leggst hann í grasið og þarfnast aðstoðar. Eftir að hafa haltrað í um fimm mínútur þá virtist Gylfi braggast og hann kláraði leikinn. Hnéð var síðan mjög bólgið eftir leik.
Í dag mun Gylfi fara í skoðanir hjá Everton og þá ætti að liggja fyrir hversu alvarleg meiðslin eru. Íslenska þjóðin heldur niðri í sér andanum á meðan og vonar það besta.