Íslenski boltinn

KR-ingar sömdu við Norður-Írann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Varnarmaðurinn Albert Watson er genginn til liðs við KR og spilar með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar en þetta er staðfest á heimasíðu KR.

KR gerði tveggja ára samning við leikmanninn eða út sumarið 2019.

Albert Watson er reynslubolti sem hefur spilað undanfarið í Kanada. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í september. Watson er réttfættur en getur spilað báðar miðvarðarstöðurnar.

Albert hóf feril sinn hjá Ballemena United á Norður Írlandi og lék þar um árabil en þaðan fór hann til sigursælasta liðs Norður Írlands, Linfield.

Hjá Edmonton í Kanada spilaði hann 128 leiki og skoraði í þeim 5 mörk.

Hér í spilaranum fyrir ofan má sjá Albert Watson á æfingu með KR í gær en Guðjón Guðmundsson heimsótti þá KR-inga og ræddi við Rúnar Kristinsson um sumarið.

Þar mátti heyra á Rúnari að hann vildi semja við Albert sem og hann gerði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.