Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 22:38 Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. Vísir/Getty Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41