Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:26 Rex Tillerson í ræðupúlti utanríkisráðuneytisins. Skjáskot Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50