Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 10:15 Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52
Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent