Satúrnus í návígi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 11:52 Risavaxinn fellibylur í lofthjúpi Satúrnusar sem Cassini náði á mynd í fyrstu dýfunni inn fyrir hringina 26. apríl. ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast. Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast.
Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16