Satúrnus í návígi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 11:52 Risavaxinn fellibylur í lofthjúpi Satúrnusar sem Cassini náði á mynd í fyrstu dýfunni inn fyrir hringina 26. apríl. ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast. Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast.
Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16