Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 12:00 Cassini hefur sent ógrynni mikilfenglegra mynda af Satúrnusi aftur til jarðar á þrettán árum á braut um gasrisann. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017 Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017
Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30