Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Konur fá að ganga í sádiarabíska herinn á næstunni. Þær fá að keyra bifreið frá og með júní, en um þær fyrirætlanir var tilkynnt í fyrra Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í fyrsta skipti gert konum kleift að sækja um að þjóna í hernum þar í landi. Hafa konur nú frest þangað til á fimmtudag til að sækja um. Þær verða þó ekki sendar til að berjast erlendis heldur munu þær sinna öryggisgæslu í Riyadh, Mekka, alQassim og Medínu. Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. Á síðasta ári var tilkynnt um að frá og með júní næstkomandi megi konur keyra bíla og þá var tilkynnt um það í síðasta mánuði að konur fái að mæta og horfa á knattspyrnuleiki. Hins vegar hefur reglum um að konur þurfi að hafa karlkyns fylgdarmann ekki verið breytt þrátt fyrir að það sé stefna stjórnvalda. Reglurnar kveða á um að fullorðnar konur þurfi að fá leyfi karlmanns til að ferðast, giftast og jafnvel vinna eða sækja læknisþjónustu. Mega þær heldur ekki tala við sér óskylda karlmenn. Til að sækja um í herinn þarf að uppfylla tólf skilyrði. Meðal annars þarf kona að vera ríkisborgari í SádiArabíu, vera á milli 25 og 35 ára, vera útskrifuð úr framhaldsskóla og eiga, ásamt karlkyns fylgdarmanni, lögheimili í því héraði þar sem konan vill gegna herþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41 Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í fyrsta skipti gert konum kleift að sækja um að þjóna í hernum þar í landi. Hafa konur nú frest þangað til á fimmtudag til að sækja um. Þær verða þó ekki sendar til að berjast erlendis heldur munu þær sinna öryggisgæslu í Riyadh, Mekka, alQassim og Medínu. Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. Á síðasta ári var tilkynnt um að frá og með júní næstkomandi megi konur keyra bíla og þá var tilkynnt um það í síðasta mánuði að konur fái að mæta og horfa á knattspyrnuleiki. Hins vegar hefur reglum um að konur þurfi að hafa karlkyns fylgdarmann ekki verið breytt þrátt fyrir að það sé stefna stjórnvalda. Reglurnar kveða á um að fullorðnar konur þurfi að fá leyfi karlmanns til að ferðast, giftast og jafnvel vinna eða sækja læknisþjónustu. Mega þær heldur ekki tala við sér óskylda karlmenn. Til að sækja um í herinn þarf að uppfylla tólf skilyrði. Meðal annars þarf kona að vera ríkisborgari í SádiArabíu, vera á milli 25 og 35 ára, vera útskrifuð úr framhaldsskóla og eiga, ásamt karlkyns fylgdarmanni, lögheimili í því héraði þar sem konan vill gegna herþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41 Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00
Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41
Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30