Konur fagna afléttingu akstursbanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. september 2017 06:00 Konum í Sádi-Arabíu verður brátt heimilt að keyra. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira