Gömul ummæli Tarantino um kynferðisbrot Roman Polanski valda usla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 21:15 Næsta mynd Tarantino mun meðal annars fjalla um morðið á Sharon Tate, þáverandi eiginkonu Roman Polanski. Vísir/Getty „Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu. MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
„Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu.
MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27