Erlent

Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja

Kjartan Kjartansson skrifar
Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur hættuminni en venjulegar sígarettur en ganga ekki svo langt að lýsa þær hættulausar.
Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur hættuminni en venjulegar sígarettur en ganga ekki svo langt að lýsa þær hættulausar. Stöð 2/Adelina

Mögulegt er að verða háður rafsígarettum sem innihalda nikotín og gæti það gert unglinga líklegri til þess að reykja hefðbundnar sígarettur síðarmeir. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu bandarískra yfirvalda. Öll gögn benda þó endregið til þess að rafrettur séu minna hættulegar en venjulegar sígarettur.

New York Times segir að í skýrslu Vísinda-, verkfræði- og læknifræðiakademíu Bandaríkjanna um rafsígarettur sé að finna ítarlegustu greiningu á niðurstöðum rannsókna á þeim sem tekin hefur verið saman til þessa.

Þrátt fyrir að lýðheilsusérfræðingarnir sem tóku skýrsluna saman telji rafrettur mun minna skaðlegar en hefðbundnar sígarettur ganga þeir ekki svo langt að lýsa þær hættulausar. Þær dragi vissulega úr magni tjöru, eiturefna og annarra krabbameinsvaldandi efna sem reykifólk innbyrði og hjálpi sumum reykingamönnum að drepa í.

Engar rannsóknir séu til um áhrif rafsígarettna á hjarta, lungu eða æxlunarfæri, né heldur um möguleg fíkniáhrif þeirra. Vísbendingar séu um að rafrettur geti gert unglinga líklegri til þess að byrja að reykja venjulegar sígarettur en ekki hafi verið sýnt fram á þau tengsl með rannsóknum enn sem komið er.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.