Erlent

Forsetakosningar í Venesúela fyrir lok aprílmánaðar

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolas Maduro tilkynnti um framboð sitt þegar hann ávarpaði þúsundir stuðningsmanna sinna í höfuðborginni Caracas í gær.
Nicolas Maduro tilkynnti um framboð sitt þegar hann ávarpaði þúsundir stuðningsmanna sinna í höfuðborginni Caracas í gær. Vísir/AFP
Stjórnlagaþing Venesúela hefur ákveðið að kosið verði til forseta í landinu fyrir lok aprílmánaðar.

Þingið er hliðhollt hinum umdeilda forseta, Nicolas Maduro, sem fagnar ákvörðuninni og segist reiðubúinn til að sækjast eftir embættinu á nýjan leik.

Hann tók við embættinu af Hugo Chavez árið 2013, en kjörtímabil forseta í Venesúela er sex ár.

Stjórnmálaskýrendur telja að staða Maduro sé sterk nú um stundir þrátt fyrir mikla ólgu í landinu, en stjórnarandstaðan er veikburða þar sem helstu leiðtogar hennar hafa ýmist verið fangelsaðir, meinað að bjóða sig fram eða þeir farið í sjálfskipaða útlegð.

Venesúela glímir nú við mikla verðbólgu, vöruskort og mikið ofbeldi.


Tengdar fréttir

Maduro stöðvar alla umferð til eyja

Forseti Venesúela hefur tímabundið lokað á alla umferð milli Venesúela og Karíbahafseyjanna Aruba, Bonaire og Curaçao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×