Enski boltinn

City ekki lengur með áhuga á Sanchez │Launakröfurnar of háar

Anton Ingi Leifsson. skrifar
Hvað gerist nú?
Hvað gerist nú? vísir/afp
Manchester City hefur ekki lengur áhuga á því að klófesta framherja Arsenal, Alexis Sanchez, en þetta kemur fram yfirlýsingu frá Manchester City í kvöld.

Talið var að Manchester-liðin, City og United, myndu klófesta Síle-manninn sem hefur verið þrálátlega orðaður í burtu frá Arsenal síðustu vikur.

Hann var ekki í leikmanahópi liðsins um liðna helgi gegn Bournemouth og nú renna flest vötn til United sem vilja ólmir klófesta kappann.

Í yfirlýsingu frá City segir að félaginu hafi þótt hann of dýr, en laun hans hefðu gert hann að launahæsti leikmanni félagsins. Það vildu þeir ekki gera.

Undir yfirlýsinguna skrifa Pep Guardiola, Khaldoon al Mubarak eigandi City og aðrir háttsettir menn inn félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×