Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 15:42 Woody Allen og Mia Farrow með dóttir þeirra Dylan og son, Ronan sama ár og Allen á að hafa misnotað Dylan. Vísir/Getty Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalestir bróður hennar. Farrow kom fram í morgunþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBC þar sem hún ræddi í fyrsta sinn í sjónvarpi ásakanir sínar á hendur Allen. Farrow, fædd árið 1985 er ættleitt dóttir Allen og leikkonunnar Mia Farrow sem áttu í áralöngu sambandi. Ættleiddu þau einnig eldri systur Dylan auk þess sem þau eignuðust saman einn son. Sjö ára gömul á sveitasetrinu Farrow var sjö ára þegar greint var frá því að lögregla væri að rannsaka ásakanir Dylan á hendur Allen um að hann hefði misnotað hana kynferðislega. Var þetta í miðri forræðisdeilu Mia Farrow og Allen eftir að í ljós kom að Allen hafði átt í sambandi við Soon-Yi Previn, tvítuga ættleidda dóttur Farrow. Allen hefur ávallt þvertekið fyrir að hafa misnotað Dylan og sagt að ásakanirnar hafi verið búnar til af Miu Farrow vegna forræðisdeilunnar. Dylan hefur hins vegar haldið málinu til streitu án þess þó að það hafi mikinn áhrif á frægð og frama Allen innan Hollywood. „Það hefur svo margt hugrakkt fólk stigið fram að undanförnu gegn háttsettu og valdamiklu fólki,“ sagði Dylan aðspurð um af hverju hún væri að veita þetta viðtal. „Mér fannst mikilvægt að minni sögu yrði bætt við.“ Dylan er ein af mörgum konum sem sagt hafa frá kynferðislegu ofbeldi eða áreitni af hálfu valdamanna í Hollywood sem og víðs vegar annars staðar um heiminn í kjölfar ásakana á hendur Harvey Weinstein. Í viðtalinu lýsti hún meðal annars því ofbeldi sem Allen beitti henni. „Það var lítið háaloft í sveitasetri mömmu minnar í Connecticut. Hann sagði mér að leggjast á magann og leika mér að leikfangalestum litla bróður míns sem var búið að koma fyrir. Hann sat fyrir aftan mig í dyragættinni og á meðan ég lék mér með lestina var ég beitt kynferðislegu ofbeldi,“ sagði Dylan. Mia Farrow var ekki á staðnum þegar atvikið átti sér stað en beðin um að lýsa ofbeldinu nánar sagði Dylan að Allen hefði snert kynfæri hennar. Fáranlegt að saga um heilaþvott sé trúverðugri en ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Líkt og áður segir hefur Allen ávallt þvertekið fyrir þessar ásakanir. Þegar Gayle King, sem tók viðtalið við Dylan, sýndi henni myndbrot úr 60 mínútum þar sem heyra má Allen hafna ásökunum brast Dylan í grát. „Ég hélt að myndi ráða við þetta,“ sagði Dylan með tárin í augunum. „Hann er að ljúga og hann hefur verið að ljúga svo lengi. Það er erfitt fyrir mig að sjá hann og heyra í honum röddina.“ Undanfarin ár hefur Dylan barist fyrir því að leikarar sem starfi með Woody Allen átti sig á þeim ásökunum sem hún hefur sakað hann um. Hún segist ekki vera reið við neinn sem kjósi að starfa með leikaranum en að þeir verði að átta sig á þeir séu samsekir. „Ég vona, sérstaklega í ljósi þess að margir þeirra hafa stutt dyggilega á bak við #MeToo og Time's Up hreyfingarnar, að þeir átti sig á því að þeir eru samsekir,“ sagði Dylan. Sagði hún einnig að ekki væri hægt að beita þeirri afsökun að erfitt væri fyrir leikarana að tjá sig um málið vegna þess að þeir vissu lítið um það. „Komist þá bara að þessu. Það er svo auðvelt í dag,“ sagði Dylan. „Ég hef endurtekið þessar ásakanir aftur og aftur síðastliðin 20 ár. Og mér hefur verið vísað frá, ég hef verið hunsuð og þetta hefur verið dregið í efa á kerfisbundinn hátt.“ Bætti hún við að henni þætti útskýringar Allen á því hvernig „sagan hafi orðið til“ fáránlegar. „Hvernig er þessi fáránlega saga um að ég hafi verið heilaþvegin og þjálfuð í að segja þetta trúverðugri en að ég hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu pabba míns?“ Mál Woody Allen Bandaríkin Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalestir bróður hennar. Farrow kom fram í morgunþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBC þar sem hún ræddi í fyrsta sinn í sjónvarpi ásakanir sínar á hendur Allen. Farrow, fædd árið 1985 er ættleitt dóttir Allen og leikkonunnar Mia Farrow sem áttu í áralöngu sambandi. Ættleiddu þau einnig eldri systur Dylan auk þess sem þau eignuðust saman einn son. Sjö ára gömul á sveitasetrinu Farrow var sjö ára þegar greint var frá því að lögregla væri að rannsaka ásakanir Dylan á hendur Allen um að hann hefði misnotað hana kynferðislega. Var þetta í miðri forræðisdeilu Mia Farrow og Allen eftir að í ljós kom að Allen hafði átt í sambandi við Soon-Yi Previn, tvítuga ættleidda dóttur Farrow. Allen hefur ávallt þvertekið fyrir að hafa misnotað Dylan og sagt að ásakanirnar hafi verið búnar til af Miu Farrow vegna forræðisdeilunnar. Dylan hefur hins vegar haldið málinu til streitu án þess þó að það hafi mikinn áhrif á frægð og frama Allen innan Hollywood. „Það hefur svo margt hugrakkt fólk stigið fram að undanförnu gegn háttsettu og valdamiklu fólki,“ sagði Dylan aðspurð um af hverju hún væri að veita þetta viðtal. „Mér fannst mikilvægt að minni sögu yrði bætt við.“ Dylan er ein af mörgum konum sem sagt hafa frá kynferðislegu ofbeldi eða áreitni af hálfu valdamanna í Hollywood sem og víðs vegar annars staðar um heiminn í kjölfar ásakana á hendur Harvey Weinstein. Í viðtalinu lýsti hún meðal annars því ofbeldi sem Allen beitti henni. „Það var lítið háaloft í sveitasetri mömmu minnar í Connecticut. Hann sagði mér að leggjast á magann og leika mér að leikfangalestum litla bróður míns sem var búið að koma fyrir. Hann sat fyrir aftan mig í dyragættinni og á meðan ég lék mér með lestina var ég beitt kynferðislegu ofbeldi,“ sagði Dylan. Mia Farrow var ekki á staðnum þegar atvikið átti sér stað en beðin um að lýsa ofbeldinu nánar sagði Dylan að Allen hefði snert kynfæri hennar. Fáranlegt að saga um heilaþvott sé trúverðugri en ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Líkt og áður segir hefur Allen ávallt þvertekið fyrir þessar ásakanir. Þegar Gayle King, sem tók viðtalið við Dylan, sýndi henni myndbrot úr 60 mínútum þar sem heyra má Allen hafna ásökunum brast Dylan í grát. „Ég hélt að myndi ráða við þetta,“ sagði Dylan með tárin í augunum. „Hann er að ljúga og hann hefur verið að ljúga svo lengi. Það er erfitt fyrir mig að sjá hann og heyra í honum röddina.“ Undanfarin ár hefur Dylan barist fyrir því að leikarar sem starfi með Woody Allen átti sig á þeim ásökunum sem hún hefur sakað hann um. Hún segist ekki vera reið við neinn sem kjósi að starfa með leikaranum en að þeir verði að átta sig á þeir séu samsekir. „Ég vona, sérstaklega í ljósi þess að margir þeirra hafa stutt dyggilega á bak við #MeToo og Time's Up hreyfingarnar, að þeir átti sig á því að þeir eru samsekir,“ sagði Dylan. Sagði hún einnig að ekki væri hægt að beita þeirri afsökun að erfitt væri fyrir leikarana að tjá sig um málið vegna þess að þeir vissu lítið um það. „Komist þá bara að þessu. Það er svo auðvelt í dag,“ sagði Dylan. „Ég hef endurtekið þessar ásakanir aftur og aftur síðastliðin 20 ár. Og mér hefur verið vísað frá, ég hef verið hunsuð og þetta hefur verið dregið í efa á kerfisbundinn hátt.“ Bætti hún við að henni þætti útskýringar Allen á því hvernig „sagan hafi orðið til“ fáránlegar. „Hvernig er þessi fáránlega saga um að ég hafi verið heilaþvegin og þjálfuð í að segja þetta trúverðugri en að ég hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu pabba míns?“
Mál Woody Allen Bandaríkin Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30