Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2018 14:25 Kristen Stewart og Blake Lively með Woody Allen á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2016. Vísir/Getty Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop. Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop.
Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45
Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“