Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 22:50 Louise og David Turpin þegar þau voru leidd fyrir dómara í dag. Vísir/EPA Foreldrarnir sem sakaðir eru um að hafa haldið þrettán börnum sínum föngnum á heimili þeirra í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa neitað sök.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld en þar segir að David og Louise Turpin séu sökuð um pyntingar, misþyrmingar og frelsissviptingu. Þau voru handtekin eftir að sautján ára gömul dóttir þeirra náði að flýja heimilið og gera lögreglu viðvart um málið. Lögreglan sagði stúlkuna hafa litið út fyrir að vera tíu ára gamla sökum vannæringar og illrar meðferðar sem hún hafði hlotið á heimili sínu. Þegar lögreglan fór inn á heimili hjónanna fann hún þar fyrir 12 systkini stúlkunnar við ömurlegar aðstæður en sum þeirra voru hlekkjuð við rúm.Heimili hjónanna þar sem börnunum var haldið.Vísir/GettyHéraðssaksóknari í Riverside-sýslu hefur lesið upp þau atriði sem Turpin-hjónin eru sökuð um. Eru þau sögð hafa refsað börnunum sínum með því að binda þau föst, fyrst með reipi en seinna meir með keðjum sem þau festu með hengilásum. Saksóknarinn sagði þessar refsingar hafa staðið yfir vikum saman, jafnvel mánuðum, og urðu þær harðari eftir því sem leið á. Hann bætti því að börnin hefðu ekki einu sinni fengið að fara á salernið á meðan refsingunni stóð. Börn hjónanna eru á aldrinum tveggja til 29 ára en þau hafa verið vistuð á sjúkrahúsi síðan þau voru frelsuð. Börnin þurftu að þola reglulegar barsmíðar, þar á meðal kyrkingar. Þau fengu aðeins að fara í sturtu einu sinni á ári. Börnin vöktu á næturnar og sváfu á daginn, þau máttu ekki leika sér með leikföng og fundust leikföng fyrir utan heimili þeirra sem voru ennþá í pakkningunum. Ef börnin þvoðu hendur sínar fyrir ofan úlnlið voru þau sökuð um að leika sér að vatninu og var refsað. Foreldrarnir leyfðu þeim aðeins að borða eina máltíð á dag og áttu það til að kaupa köku og koma henni fyrir þar sem börnin sáu en máttu alls ekki borða.Frá blaðamannafundi þar sem héraðssaksóknari las upp ásakanir á hendur hjónunum.Vísir/GettyBörnin hafa aldrei farið til tannlæknis og fóru síðast til læknis fyrir fjórum árum. Börnunum skortir alla grunnþekkingu á daglegu lífi og vissu til dæmis ekki hvað lögregluþjónn var. Barnið sem er tveggja ára gamalt var í eðlilegri þyngd en öll systkini þess voru vannærð. Barn hjónanna sem er tólf ára gamalt var jafn þungt og sjö ára gamalt barn og barn hjónanna sem er 29 ára gamalt var aðeins 37 kíló. Nokkur þeirra eru skert á vitsmunum og hafa hlotið taugaskaða vegna ofbeldis sem þau urðu fyrir. Sum þeirra gátu lesið og skrifað en lögreglan komst yfir dagbækur sem börnunum var leyft að halda. Áður en þau fluttu til Kaliforníu bjuggu þau í Texas. Á einum tímapunkti í lífi þeirra bjuggu foreldrarnir í öðru húsi og komu reglulega við með mat. Ef hjónin verða fundin sek þá eiga þau yfir höfði sér 94 ára fangelsisvist í það minnsta og allt að lífstíðar fangelsisvist. David Turpin á einnig yfir höfði sér ásökun um ósæmilega hegðun í garð barns undir fjórtán ára aldri. Tengdar fréttir Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Foreldrarnir sem sakaðir eru um að hafa haldið þrettán börnum sínum föngnum á heimili þeirra í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa neitað sök.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld en þar segir að David og Louise Turpin séu sökuð um pyntingar, misþyrmingar og frelsissviptingu. Þau voru handtekin eftir að sautján ára gömul dóttir þeirra náði að flýja heimilið og gera lögreglu viðvart um málið. Lögreglan sagði stúlkuna hafa litið út fyrir að vera tíu ára gamla sökum vannæringar og illrar meðferðar sem hún hafði hlotið á heimili sínu. Þegar lögreglan fór inn á heimili hjónanna fann hún þar fyrir 12 systkini stúlkunnar við ömurlegar aðstæður en sum þeirra voru hlekkjuð við rúm.Heimili hjónanna þar sem börnunum var haldið.Vísir/GettyHéraðssaksóknari í Riverside-sýslu hefur lesið upp þau atriði sem Turpin-hjónin eru sökuð um. Eru þau sögð hafa refsað börnunum sínum með því að binda þau föst, fyrst með reipi en seinna meir með keðjum sem þau festu með hengilásum. Saksóknarinn sagði þessar refsingar hafa staðið yfir vikum saman, jafnvel mánuðum, og urðu þær harðari eftir því sem leið á. Hann bætti því að börnin hefðu ekki einu sinni fengið að fara á salernið á meðan refsingunni stóð. Börn hjónanna eru á aldrinum tveggja til 29 ára en þau hafa verið vistuð á sjúkrahúsi síðan þau voru frelsuð. Börnin þurftu að þola reglulegar barsmíðar, þar á meðal kyrkingar. Þau fengu aðeins að fara í sturtu einu sinni á ári. Börnin vöktu á næturnar og sváfu á daginn, þau máttu ekki leika sér með leikföng og fundust leikföng fyrir utan heimili þeirra sem voru ennþá í pakkningunum. Ef börnin þvoðu hendur sínar fyrir ofan úlnlið voru þau sökuð um að leika sér að vatninu og var refsað. Foreldrarnir leyfðu þeim aðeins að borða eina máltíð á dag og áttu það til að kaupa köku og koma henni fyrir þar sem börnin sáu en máttu alls ekki borða.Frá blaðamannafundi þar sem héraðssaksóknari las upp ásakanir á hendur hjónunum.Vísir/GettyBörnin hafa aldrei farið til tannlæknis og fóru síðast til læknis fyrir fjórum árum. Börnunum skortir alla grunnþekkingu á daglegu lífi og vissu til dæmis ekki hvað lögregluþjónn var. Barnið sem er tveggja ára gamalt var í eðlilegri þyngd en öll systkini þess voru vannærð. Barn hjónanna sem er tólf ára gamalt var jafn þungt og sjö ára gamalt barn og barn hjónanna sem er 29 ára gamalt var aðeins 37 kíló. Nokkur þeirra eru skert á vitsmunum og hafa hlotið taugaskaða vegna ofbeldis sem þau urðu fyrir. Sum þeirra gátu lesið og skrifað en lögreglan komst yfir dagbækur sem börnunum var leyft að halda. Áður en þau fluttu til Kaliforníu bjuggu þau í Texas. Á einum tímapunkti í lífi þeirra bjuggu foreldrarnir í öðru húsi og komu reglulega við með mat. Ef hjónin verða fundin sek þá eiga þau yfir höfði sér 94 ára fangelsisvist í það minnsta og allt að lífstíðar fangelsisvist. David Turpin á einnig yfir höfði sér ásökun um ósæmilega hegðun í garð barns undir fjórtán ára aldri.
Tengdar fréttir Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48
Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27
Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04