Enski boltinn

Íslendingaliðin öll úr keppni

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Jói Berg í leik með Burnley.
Jói Berg í leik með Burnley. Vísir // Getty
Þetta var erfiður dagur fyrir þá íslensku landsliðsmenn sem léku í ensku bikarkeppninni í dag, en lið þeirra duttu öll úr keppni.

Þrátt fyrir að Jóhann Berg og félagar í Burnley hafi komist yfir á 25. mínútu gegn Manchester City, þegar að Ashley Barnes kláraði færi sitt glæsilega eftir hræðileg mistök John Stones, áttu þeir ekki möguleika í topplið ensku úrvalsdeildarinnar.

City tók öll völd á vellinum í seinni hálfleik og gerði argentínumaðurinn knái, Sergio Aguero, útum leikinn með tveim mörkum á tveim mínútum.

City menn létu ekki staðar numið og bættu tveim mörkum við. Leroy Sane og Bernardo Silva voru þar að verki. Lokatölur 4-1.

Ekki gekk betur hjá Herði Björvini og félögum í Bristol City á Vicarage Road, heimavelli Watford. Watford kjöldróg lið Bristol, lokatölur 3-0.

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Birkir Bjarnason byrjaði inn á í liði Aston Villa, sem tapaði gegn Peterborough á heimavelli, 3-1. Birkir var tekinn útaf á 80 mínútu.

Jón Daði Böðvarsson kom ekki við sögu hjá Reading vegna meiðsla þegar að liðið gerði markalaust jafntefli við Stevenage




Fleiri fréttir

Sjá meira


×