Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að Tottenham geti ekki haldið Harry Kane gegn vilja hans hjá félaginu ef hann óski eftir sölu til félags á borð við Real Madrid.
Pochettino var spurður út í félagsskipti Philippe Coutinho til Barcelona á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur Tottenham gegn Wimbledon í dag.
Kane hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði en Madrídingar hafa þegar keypt tvær stjörnur frá Tottenham með góðum árangri, Luka Modric og Gareth Bale.
„Salan á Coutinho sýnir hver staðan er, hann var hjá einu af stærstu félögum heims en þegar hann vildi yfirgefa félagið þá var aðeins eitt í stöðunni. Þetta er ekkert nýtt, Cristiano Ronaldo, Zidane og Figo fengu allir að yfirgefa félög sín.“
Kane sem er uppalinn hjá Tottenham hefur lýst yfir áhuga á að leika út ferilinn hjá Tottenham en breskir fjölmiðlar eru duglegir að orða hann við hin ýmsu lið.
„Hann elskar Tottenham en í lok dags er það undir honum komið, við getum ekki neytt hann til að vera hér en það er undir okkur komið að vekja löngun til þess að eyða öllum ferlinum hér.“
Pochettino segir Tottenham ekki ætla að neyða Kane að vera áfram

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

