Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 14:07 Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. Vísir/Getty Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52
Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28