Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Heimir Már Pétursson skrifar 5. janúar 2018 19:27 Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent